Old Trafford ferðir
Ferðir á heimaleiki Manchester United veturinn 2024-2025
VERDI Travel mun í vetur bjóða upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir til Englands þar sem hægt er að sjá leiki í hæsta gæðaflokki, leikmenn á heimsmælikvarða og upplifa ólýsanlega stemmningu innan um tugþúsundir áhorfenda. VERDI Ferðaskrifstofa og Manchester United klúbburinn á Íslandi eru í samstarfi um að skipuleggja ferðir á flesta heimaleiki Manchester United á komandi keppnistímabili. Flogið er með áætlunarflugi Icelandair í allar ferðirnar, í flestum tilfellum í beinu áætlunarflugi til Manchester. Í nánast öllum ferðunum er gist á Novotel hótelinu í miðborg Manchester.
Miðarnir sem Manchester United klúbburinn hefur til ráðstöfunar í þessar ferðir eru í hólfi STH 126. Verðin í ferðirnar eru miðuð við að ferðirnar séu bókaðar og greiddar á netinu. Sætin sem VERDI hefur á Old Trafford eru á mjög góðum stað í suður-stúkunni, hægra megin við varamannabekkinn. Sætin eru á svæði merkt STH126 á myndinni. Vanti þig frekari upplýsingar eða hafir þú áhuga á að vita meira skaltu hafa samband við VERDI ferðaskrifstofu með því að senda okkur tölvupóst sport@verditravel.is eða hringja í síma 460 0620 Ef bókað er í gegnum síma, eða með því að senda okkur tölvupóst þá bætist við 2500 kr. bókunargjald á hvern farþega.