Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi
Stuðningsmannaklúbbur Manchester United á Íslandi
Strákarnir
Úrslit og næstu leikir
Stelpurnar
Úrslit og næstu leikir
MUSC Iceland
Velkomin á heimasíðu stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi.
Á þessari síðu finnur þú allar upplýsingar um klúbbinn, ferðir á leiki, hvernig á að gerast félagi í klúbbnum, hverjir eru í stjórn, lög og reglur klúbbsins og hér birtum við nöfn vinningshafa í happdrættinu okkar.
Við erum með Facebook síðu þar sem öll almenn umræða fer fram og póstum þar upplýsingum um ferðir á leiki með Manchester United.
VERDI Travel í samstarfi við stuðningsmannaklúbb Manchester United á Íslandi býður upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir til Englands þar sem hægt er að sjá leiki á Old Trafford í hæsta gæðaflokki.
Skráðu þig í MUSC Iceland klúbbin
Við höfum fært félagsumsjón yfir í Sport Abler. Þar höfum við betri tækifæri á að miðla okkar upplýsingum til félagsmanna. En fyrir þá sem sjá sér ekki fært að nýta sér þjónustu Sport Abler, sendum út greiðsluseðla (bankakröfu). Við myndum mæla með að þú næðir í Abler appið og greiddir félagsgjaldið þar. En það er ekki skilyrði.
Smelltu hér til að skrá þig á Sport Abler.
Ef þú vil gerast félagsmaður án þess að nota Sport Abler, þá sendu okkur kennitöluna þína á manutd@manutd.is og við stofnum þig í klúbbnum okkar góða.
Innifalið í árgjaldinu er m.a.
1. Veglegur gjafapakki sem sendur er út um mánaðamótin nóv/des.
2. MUSC Iceland hefur aðgengi að 66 Old Trafford miðum (South Stand) og getum sótt um auka miða.
3. Félagsmenn njóta betri kjara af Old Trafford ferðapökkum í gegnum Verdi Travel.
4. Forgangur í að kaupa staka miða á alla heimaleiki tímabilsins.
5. Hægt að sækja um staka VIP (Club level miða)/ Sir Bobby Charlton Suite) á heimaleiki Man United.
6. Hægt að sækja um miða á útileiki í gegnum okkur t.d. á alla útileiki Man United í London.
7. Aðgengi að skemmtilegri upplifun á Hotel Football fyrir og eftir leik fyrir þá sem það velja.
8. Einnig styrkjum við Ferðasjóð fatlaðra, þ.e. þeirra sem vilja komast á Old Trafford (höfum aðgengi að hjólastólasvæði Old Trafford) og Styrktarsjóð langveikra barna svo eitthvað sé nefnt.
Styrktarsjóður MUSC Iceland
Styrktarsjóður MUSC Iceland er eitt jákvæðasta verkefni sem klúbburinn vinnur að og þú er partur af því sem virkur félagi og stuðlar að því að fjöldi fólks upplifir draumaferðina í Leikhús draumanna Old Trafford sem annars ætti þess ekki kost.
Það er fjármagnað af félögum og styrktarhappdrætti.
Taktu þátt og vertu virkur félagi – látum drauma rætast.
Um klúbbinn
Saga klúbbsins nær aftur til ársins 1991, nánar tiltekið 6. október, þegar u.þ.b. 50 aðdáendur tóku sig saman og stofnuðu klúbbinn.
Megin markmið klúbbsins er að sameina undir einum hatti sem flesta stuðningsmenn Manchester United á Íslandi. Klúbburinn sendir út gjafavarning, heldur úti flottu tímariti, vefsíðu, happdrætti fyrir Styrktarsjóð fatlaðra stuðningsmanna og er eigandi að 58 ársmiðum á alla heimaleiki á Old Trafford. Miðarnir eru seldir sem hluti af hópferðum í samstarfi við ferðaskrifstofuna VERDI Travel.
Heimavöllur stuðningsmanna er á hinum ýmsu sportbörum á höfuðborgarsvæðinu og einnig víða á landsbyggðinni.