Við þökkum þeim kærlega sem tóku þátt í happdrættinu okkar í ár og styrktu þannig ferðasjóð fatlaðra stuðningsmanna. Á þar síðasta tímabili náðum við að senda sex einstaklinga á Old Trafford ásamt aðstoðarmönnum. Hér fyrir neðan eru vinningsnúmerin (birt með fyrirvara um prentvillur).
Ferð fyrir tvo á Old Trafford með Verditravel. Flug, gisting og 2 miðar á Old Trafford
Miði nr. 359
Ferð fyrir einn á Old Trafford með Verditravel. Flug, gisting og miði á Old Trafford
Miði nr. 95
Landsliðstreyja
Miði nr. 190
Manchester United treyja
Miðar nr. 523, 231, 325, 475, 70
Miðar nr 157, 752, 463
Merkt Man Utd íþróttataska með veglegum Man Utd hlutum
Gjafapoki frá stuðningsmannaklúbbnum
Miðar nr 883, 992, 100, 674
Við ætlum að færa alla okkar starfsemi yfir í Sport Abler. Þar höfum við betri tækifæri á að miðla okkar upplýsingum til félagsmanna. En auðvitað vilja eða geta ekki allir verið þar þannig að við sendum út greiðsluseðla (bankakröfu) eftir helgina á alla aðra meðlimi. Við myndum mæla með að þú næðir í Abler appið og greiddir félagsgjaldið þar. En það er engin krafa.
Ef þú vil gerast félagsmaður, þá sendu okkur þína kennitöluna og við stofnum þig í klúbbnum okkar góða.
Innifalið á árgjaldinu er m.a.
1. Veglegur gjafapakki sem sendur er út um mánaðamótin nóv/des.
2. MUSC Iceland hefur aðgengi að 66 Old Trafford miðum (South Stand) og getum sótt um auka miða.
3. Félagsmenn njóta betri kjara af Old Trafford ferðapökkum í gegnum Verdi Travel.
4. Forgangur í að kaupa staka miða á alla heimaleiki tímabilsins.
5. Hægt að sækja um staka VIP (Club level miða)/ Sir Bobby Charlton Suite) á heimaleiki Man United.
6. Hægt að sækja um miða á útileiki í gegnum okkur t.d. á alla útileiki Man United í London.
7. Aðgengi af skemmtilegri upplifun á Hotel Football fyrir og eftir leik fyrir þá sem það velja.
8. Einnig styrkjum við Ferðasjóð fatlaðra, þ.e. þeirra sem vilja komast á Old Trafford (höfum aðgengi að hjólastólasvæði Old Trafford) og Styrktarsjóð langveikra barna svo eitthvað sé nefnt.