Welcome to WordPress. This is your first post. Edit or delete it, then start writing!
Við ætlum að færa alla okkar starfsemi yfir í Sport Abler. Þar höfum við betri tækifæri á að miðla okkar upplýsingum til félagsmanna. En auðvitað vilja eða geta ekki allir verið þar þannig að við sendum út greiðsluseðla (bankakröfu) eftir helgina á alla aðra meðlimi. Við myndum mæla með að þú næðir í Abler appið og greiddir félagsgjaldið þar. En það er engin krafa.
Ef þú vil gerast félagsmaður, þá sendu okkur þína kennitöluna og við stofnum þig í klúbbnum okkar góða.
Innifalið á árgjaldinu er m.a.
1. Veglegur gjafapakki sem sendur er út um mánaðamótin nóv/des.
2. MUSC Iceland hefur aðgengi að 66 Old Trafford miðum (South Stand) og getum sótt um auka miða.
3. Félagsmenn njóta betri kjara af Old Trafford ferðapökkum í gegnum Verdi Travel.
4. Forgangur í að kaupa staka miða á alla heimaleiki tímabilsins.
5. Hægt að sækja um staka VIP (Club level miða)/ Sir Bobby Charlton Suite) á heimaleiki Man United.
6. Hægt að sækja um miða á útileiki í gegnum okkur t.d. á alla útileiki Man United í London.
7. Aðgengi af skemmtilegri upplifun á Hotel Football fyrir og eftir leik fyrir þá sem það velja.
8. Einnig styrkjum við Ferðasjóð fatlaðra, þ.e. þeirra sem vilja komast á Old Trafford (höfum aðgengi að hjólastólasvæði Old Trafford) og Styrktarsjóð langveikra barna svo eitthvað sé nefnt.